„Þar sem er einn er von á öðrum"

Ísbjörn var felldur í Skagafirði fyrir tæpum tveimur vikum
Ísbjörn var felldur í Skagafirði fyrir tæpum tveimur vikum mbl.is/Ómar

Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, segir líklegast að tilviljun ráði því að tveir ísbirnir komi á land á Íslandi með svo skömmu millibili.

Heimilisfólkið á bænum Hrauni á Skaga tilkynnti lögreglu fyrr í dag að sést hafi til ísbjarnar en tvær vikur eru frá því ísbjörn var felldur á svipuðum slóðum.  Lögreglan er á leið á svæðið og hefur gert varúðarráðstafanir, m.a. lokað vegum í nágrenninu.

 „Ísbirnir eru einfarar og það er sagt að þegar ísbirnir mætist gæti þeir sín á því að hafa a.m.k. hundrað metra á milli sín. Það er  því mjög ólíklegt að þeir hafi komið saman," segir hann. „Það má hins vegar segja að þar sem er einn, sé von á öðrum."

Þorsteinn, sem er staddur í Reykjavík, segir að flogið hafi verið yfir svæðið, eftir að fyrri ísbjörninn var felldur fyrir tveimur vikum, með það fyrir augum að leita að fleiri dýrum. Þá hafi ekkert sést sem bent hafi til þess að annað dýr væri þar. Það langt sé einnig á milli þess sem sést hafi til dýranna að ólíklegt sé að nokkur tenging sé á milli þeirra.

Þorseinn segist ekki telja að rekja megi komi ísbjarnanna til breytinga á högum þeirra annars staðar eða loftslagsbreytinga.  Aðstæður  séu einfaldlega þannig nú m.a. vegna þess hve hafís hafi verið nálægt landi, að meiri líkur á komu ísbjarna hingað til lands en oft áður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert