Launin endast skemur

Miðað við 3,9% rýrnum kaupmáttar landsmanna má líta svo á að ráðstöfunartekjur meðalheimilis hafi minnkað um 17 þúsund krónur frá sama tíma á síðasta ári.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur vísitala launa hækkað um 7,9% frá því í maí á síðasta ári en vísitala neysluverðs um 12,3%. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og þróun launavísitölunnar má ætla að meðaltekjur íslensks heimilis séu um 440 þúsund krónur. Miðað við rýrnunina má hugsa sér að 3,9% eða rúmar 17 þúsund krónur séu horfnar úr veskinu. Fyrir þær má til dæmis fylla 2-3 sinnum á bensíntankinn eða kaupa fjjögurra gígabæta iPod Nano í Fríhöfninni.

Neyslumynstur landsmanna hefur breyst nokkuð síðustu ár í takt við vaxandi kaupmátt. Mælingar Hagstofunnar gefa til kynna að hlutfall mat- og drykkjarvara af neysluútgjöldum hafi dregist saman á árunum 2002 til 2006. Húsnæðisliðurinn jókst mest, þ. á m. viðhald og viðgerðir á húsnæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert