Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

mbl.is/Júlíus

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar sjöunda mánuðinn í röð. Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgi ríkisstjórnarinnar mældist tæplega 80% í upphafi kjörtímabilsins en hefur minnkað jafnt og þétt það sem af er ári. Fylgi mælist nú 52% en var í maí um 55%. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur hins vegar fallið úr um 70% í 63%. 

Í kvöldfréttum Rúv kom fram að fylgi flokkanna breytist lítið miðað við síðasta Þjóðarpúls Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er með 33% fylgi og Samfylkingin með 30%.  Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9% fylgi og stuðningur við Frjálslynda flokkinn mælist 4%.  Stuðningur við Vinstri græna mælist nú 20%.

Könnun Gallup var gerð á tímabilinu 28. maí til 30. júní.  Spurt var hvort fólk væri sátt við viðbrögð Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar við versnandi efnahagsástandi.  68% sögðust óánægð með viðbrögð ríkisstjórnarinnar og 70% eru ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert