Gamall tjalddólgur rekinn af svæðinu

mbl.is/Sverrir

„Klukkan fjögur um nóttina kveikti maðurinn á ljósavél og græjum og fór í gang með risapartí,“ segir starfsmaður á tjaldsvæðinu við Laugarvatn um læti 65 ára tjalddólgs í vikunni. Manninum var, ásamt tveimur konum, gert að yfirgefa svæðið í lögreglufylgd en fólkið var mjög ölvað.

„Tjaldvörðurinn vaknaði við lætin en hann yfirgaf svæðið klukkan tvö en hús hans er í um kílómetra fjarlægð,“ segir starfsmaðurinn.

„Það er því ekki eingöngu unga fólkið sem er með vesen,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að 30 ára aldurstakmark hafi verið sett á til að koma í veg fyrir óæskilega hópmyndun unglinga því svæðinu sé ætlað að vera fjölskylduvænt. „Partí eru ekki leyfð á nóttunni,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert