Lögreglurannsókn í kjölfar mannsláts

mbl.is/Július

Lögreglurannsókn er hafin í kjölfar mannsláts í Kópavogi í gærkvöldi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir slíka rannsókn jafnan gerða þegar ekki sé hægt að úrskurða um dánarorsök strax.

Tvennt er í varðhaldi í tengslum við rannsóknina, og verða skýrslur væntanlega teknar af fólkinu í dag, segir Friðrik Smári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert