Miðborgarathvarf formlega tekið í notkun

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, og Steinþór Hilmarsson, rannsóknarlögreglumaður sem mun …
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, og Steinþór Hilmarsson, rannsóknarlögreglumaður sem mun hafa umsjón með húsinu. mbl.is

Athvarf lögreglunnar í miðbænum var opnað með formlegum hætti í dag. Lögreglumaður verður þar á vakt allan daginn og verður húsið líka nýtt á nóttunni, eftir þörfum. Gert er ráð fyrir að á Menningarnótt verði þar vakt. Um hundrað lögregluþjónar verða á vakt þá nótt.

Húsið stendur á Lækjartorgi.

„Þetta er tilraunaverkefni og ef vel gengur er húsið komið til þess að vera,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn.

Göngueftirliti lögreglunnar verður stýrt frá húsinu og sömuleiðis verður það notað til að leysa ýmis mál. Þá munu miðborgarþjónar hafa aðstöðu þarna líka. Steinþór Hilmarsson, rannsóknarlögreglumaður, mun hafa umsjón með starfsemi hússins.

Geir Jón sagði að lögreglan myndi sem endranær hafa mikinn viðbúnað í borginni næstkomandi laugardag á Menningarnótt. Gert er ráð fyrir að um hundrað lögregluþjónar verði þá á vakt.

„Við reiknum með að það verði um hundrað þúsund manns á svæðinu þegar mest lætur en svo fer þetta að þynnast eftir flugeldasýninguna. Fjölmargir verða auðvitað eftir en við vonumst til þess að í þeim hópi verði ekki börn eða unglingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert