Ekkert athvarf er í Reykjavík fyrir flækingshunda eða hunda sem eigendur vilja ekki vita af lengur eða geta ekki annast vegna aðstæðna.  Dæmi eru um að fólk kaupi hunda á raðgreiðslum og geti svo ekki staðið í skilum né heldur séð hundinum fyrir mat og dýralæknisþjónustu.
 

Uppsveifla í efnahagslífinu hefur áhrif á hundahald og það hefur niðursveifla líka. Fyrir ekki löngu voru margir fúsir kaupendur um hvern hreinræktaðan hvolp sem fæddist. Það hefur breyst.

En þar sem hundar eru líka tískufyrirbæri vilja eigendur stundum losna við þá þegar hugurinn hvarflar annað. Margir dýralæknar vilja ekki aflífa heilbrigð dýr og reyna allt til að ráðleggja fólki aðrar lausnir. En þá kemur aftur upp skortur á athvarfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert