Vélar Sultartangavirkjunar bila enn

Spennar í Sultartanga hafa ítrekað bilað á síðustu misserum.
Spennar í Sultartanga hafa ítrekað bilað á síðustu misserum.

Aflvélar Sultartangavirkjunar voru gangsettar í gærkvöldi eftir að raforkuframleiðsla hafði legið niðri vegna alvarlegrar bilunar í spennum virkjunarinnar. Þegar virkjunin hafði verið í gangi í fjórar mínútur varð aftur bilun.

Sérfræðingar Landsvirkjunarinnar eru að yfirfara búnað virkjunarinnar og skýrst væntanlega í dag hver er ástæða bilunnarinnar.


Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Lansdvirkjunar, er ekki hætta á raforkuskorti næsta vetur, ef svo illa fer að tafir verði á því að virkjunin komist í gagnið á ný. Vatnsstaða á hálendinu sé góð og til reiðu er raforka sem ætluð var álþynnuverksmiðju á Akureyri. Töf verður á því að sú verksmiðja verði tekin í gagnið. 

Elding er talin líklegasta orsök þess að spennar Sultatangavirkjunar gáfu sig hvor á eftir öðrum í lok síðasta árs.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert