Búddahof í Hádegismóum

Tölvumynd af búddahofinu fyrirhugaða.
Tölvumynd af búddahofinu fyrirhugaða.

Borgarráð samþykkti í gær tillögur um búddahof og garð við Rauðavatn. Áður höfðu skipulagsráð og umhverfisráð borgarinnar samþykkt tillögurnar. Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri borgarinnar, segir að þarna sé gert ráð fyrir búddahofi, stúpu og garði sem verði opinn almenningi.

Lóðin sem Búddistafélagið á Íslandi hefur fengið úthlutaða við Hádegismóa er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. „Þarna á að rísa búddahof eins og við þekkjum annars staðar frá,“ segir Ólöf. „Stærsti hluti lóðarinnar verður garðurinn, sem verður þaulskipulagður, en þó fær hið fínlega og smágerða að njóta sín. Lögð er áhersla á að framandi búddahofið falli inn í náttúruna við vatnið.“

Spurð um lóðaúthlutun fyrir múslima á Íslandi segir Ólöf að það sé óafgreitt mál. „Við fórum í þennan leiðangur fyrir nokkrum árum; að finna lóðir fyrir ásatrúarsöfnuðinn, rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, múslima og búddista. Rétttrúnaðarkirkjan hefur fengið lóð við Nýlendugötu, ásatrúarsöfnuðurinn í Öskjuhlíð og nú búddistar við Rauðavatn.

Athugað var á sínum tíma með lóð fyrir samtök múslima á Íslandi í Öskjuhlíðinni, en það gekk ekki upp. Áfram er unnið að því að leysa það verkefni og okkur er bæði ljúft og skylt að finna lóðir fyrir þessa hópa,“ segir Ólöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert