Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri Ómar Óskarsson

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að það hefði komið sér á óvart að ummæli hans á fundi með ríkisstjórn hafi verið lekið í fjölmiðla. Hann hafi setið fleiri ríkisstjórnarfundi en flestir aðrir og alltaf gengið að því sem vísu að það sem þar væri sagt væri trúnaðarmál. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þá sagði Davíð að hafi einhver skilið orð hans á fundinum sem svo að hann væri að mæla með myndun þjóðstjórnar hafi sá hinn sami verið virkilega utan við sig.

Davíð sagði það vera skoðun sína að allar ríkisstjórnir hefðu gott af gagnrýni og aðhaldi og að því væri hann almennt mótfallinn þjóðstjórnum. Við sérstakar aðstæður gæti þó reynst nauðsynlegt að mynda slíka stjórn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert