Nokkrar breytingartillögur

Frá þingfundi á Alþingi í dag.
Frá þingfundi á Alþingi í dag. mbl.is/Golli

Viðskiptanefnd Alþingis fékk miikinn fjölda gesta á sinn fund í kvöld þegar farið var yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna aðstæðna á fjármálamarkaði.

 Tugir gesta frá tólf stofnunum og samtökum komu fyrir nefndina hver á
 fætur öðrum. Þeim var kynnt efni frumvaprsins og gefinn kostur á að lýsa skoðunum sínum og athugasemdum.

Fyrir nefndina komu m.a. Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Guðmundur
Bjarnason, forstjóri íbúðalánasjóðs, fulltrúar Landssamtaka lífeyrissjóða, fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, BSRB, BHM, ASÍ,  Kennarasambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og fleiri.

„Tíminn var mjög skammur þannig að við gátum ekki boðið gestunum upp á ítarlega umræðu en hins vegar fengu allir tækifæri til að tjá sig um málið og það var mjög gagnlegt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar.

Fruvmarpið hefur nú verið afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu með
 nokkrum breytingartillögum og verður mælt fyrir því innan stundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert