Verður að lögum í kvöld

Fundur stendur nú yfir á Alþingi og á dagskrá er önnur umræða um nýtt frumvarp um fjármálamarkaðinn.

Meirihluti viðskiptanefndar Alþingis skilaði nefndaráliti sínu og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum minniháttar breytingum, m.a. að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að setja nánari reglur um viðskipti með stofnbréf. Innistæður verðbréfa, fjárfestingar, fagfjárfesta og lífeyrissjóða verða ekki undanskildar tryggingu ef breytingar nefndarinnar ná fram að ganga.

Steingrímur J. Sigfússon skilaði séráliti í nefndinni en þingflokkur VG ætlar að sitja hjá við afgreiðslu málsins, þó að óumflýjanlegt sé að þeirra mati fara þessa leið. VG styður hins vegar heilshugar ákvæði um að Íbúðalánasjóði verði heimilt að taka yfir íbúðalán til viðskiptabanka og sparisjóða. Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslyndra, er á sama máli og Steingrímur hvað þetta varðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert