Mikið undir vegna erlendra lána LV

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Golli

Fulltrúar á fjármálasviði Landsvirkjunar funduðu í síðustu viku með fulltrúum sjö erlendra banka til að skýra fjárhagsstöðu Landsvirkjunar. Fundað var með fulltrúum Barclays, Citibank, Sumitomo, JP Morgan, Société Générale, Deutsche Bank og SEB.

Rætt var um fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og framtíðarsýn. Landsvirkjun á mikið undir þegar horft er til viðskipta við útlönd en allar framkvæmdir fyrirtækisins eru fjármagnaðar með lánsfé eingöngu. Stjórn Landsvirkjunar lagði mikla áherslu á að Friðrik Sophusson héldi áfram að starfa sem forstjóri, þrátt fyrir áform um annað, ekki síst vegna góðra tengsla hans við erlendar fjármálastofnanir.

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er almennt talin sterk, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum er mikið kapp lagt á að halda samskiptum Landsvirkjunar við viðskiptavini sína erlendis góðum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert