Miklir nýsköpunarmöguleikar fylgja gagnaverum

Hjólabrettarampur við Víðistaðaskóla.
Hjólabrettarampur við Víðistaðaskóla.

Hafnarfjarðarbær skrifaði í gær undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone ehf. um byggingu 50.000 fermetra gagnavers á lóð sveitarfélagsins. Hafnarfjörður er þar með sjöunda sveitarfélagið sem lýst hefur yfir áhuga á slíku verkefni.

Sveinn Óskar Sigurðsson, stjórnarformaður Greenstone, segir mikilvægt að vera með marga kosti í boði fyrir væntanlega leigjendur, þ.e.a.s. erlend hátæknifyrirtæki, til að vinna úr og því sé farið í samstarf með hópi sveitarfélaga sem hafi ólíka kosti í boði. Þau sem nú stefna að uppsetningu gagnavers eru Fljótsdalshérað, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ölfus, Húnavatnshreppur og loks Hafnarfjörður.

Sveinn er sjálfur á leið á ráðstefnu í Kaliforníu um miðjan mánuðinn til að kynna kostina á Íslandi fyrir um 600-700 þátttakendum frá stærstu hátæknifyrirtækum heims, s.s. Google, Microsoft og Yahoo. „Markmiðið er að ná í viðskiptavini til að brjóta ísinn og við erum bjartsýnir á að þetta nái fram að ganga. Um leið og við fáum öflugan aðila til að staðsetja sig á Íslandi þá munu fleiri fylgja í kjölfarið,“ segir Sveinn.

Til lengri tíma litið er vonast til að tvö eða fleiri gagnaver rísi á Íslandi en vænta má að hvert þeirra skapi um 40 bein og óbein störf í viðkomandi sveitarfélagi.

Til þess að af því verði er þó grundvallaratriði að sögn Sveins að lagður verði sæstrengur frá Íslandi til Bandaríkjanna. „Það er lykilatriði því um leið og slíkur strengur hefur verið lagður mun eftirspurn eftir staðsetningu á Íslandi verða miklu meiri en ella.“ Þegar er hafin lagning nýs strengs milli Íslands og Evrópu en sambærileg tenging við N-Ameríku er nauðsynleg. Slíkur strengur myndi kosta um 12 milljarða að sögn Sveins. „Við viljum sjá hið opinbera ríða á vaðið og ráðstafa einhverju fé í slíkan iðnað því þetta er braut sem hægt er að fara í áttina að því að efla nýsköpun á Íslandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert