Lögreglumenn samþykktu að framlengja kjarasamning

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. mbl.is/Ómar

Lögreglumenn samþykktu í atkvæðagreiðslu, að framlengja kjarasamning Landssambands lögreglumanna við samninganefnd ríkisins til 31. maí á næsta ári að öðru leyti en því, að launataxtar hækka um 20.300 krónur á mánuði.

Að sögn Snorra Magnússonar, formanns sambandsins, tóku 72,4% félagsmanna þátt í atkvæðagreiðslunni, sem fór fram á netinu. 85,8% þeirra samþykktu að framlengja eldri samning, sem rann út 1. nóvember.

„Ég átti von á þessari niðurstöðu í ljósi ástandsins nú," sagði Snorri við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert