Ísland selur mengunarkvóta

Ísland stefnir á þátttöku í sölu á kolefnamarkaði Evrópusambandsins. Efnahagsástandið nú breyti því ekki. Þetta er haft eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra á Bloomberg fréttastöðinni í dag. Þátttakan verði í náinni framtíð. Hún þýðir að til dæmis álver og flugfyrirtæki þurfa að greiða fyrir kolefnislosun þegar reglur Evrópusambandsins um losunina liggja fyrir.

Þórunn segir við Bloomberg að farið verði að löggjöf Evrópusambandsins um kolefnislosun. Nánar verði sagt frá áformum Íslands þegar drög að löggjöf Evrópusambandsins um endurnýtanlega orkugjafa verði upplýst í næsta mánuði.

Við mbl.is segir hún að innleiðing viðskiptakerfis Evrópusambandsins sé hluti af skuldbindingum landsins, samkvæmt EES-samningnum.

„EFTA-ríkin munu innleiða og verða hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins eigi siðar en 2012. Þetta er nokkuð sem hefur legið fyrir lengi og er í undirbúningi í stjórnkerfinu.“ Efnahagsástandið hafi ekki áhrif á það.

„Hins vegar er viðskiptakerfi með losunarheimildir markaðslausn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sem slík mjög ákjósanleg lausn. Öll fyrirtæki sem munu heyra undir viðskitpakerfið munu búa við sömu rekstrarskilyrði,“ segir hún. Ekki sé tímabært að segja til um hve stór íslenski hluti markaðarins verði.

„Nú er Evrópusambandið að ganga frá samkomulaginu. Við höfum fylgst vel með þróun og viðræðum sem hafa átt sér stað á milli framkvæmdastjórnar, ráðherraráðs og Evrópuþingsins. Þar er í raun verið að ákveða með hvaða hætti markaðurinn muni starfsa. Hugmyndin er að setja lítinn hluta losunarheimilda sem að fyrirtæki hafa á uppboðsmarkað árið 2013 og þróa viðskiptakerfið í þá átt að allar losunarheimildir verði komnar á uppboðsmarkað árið 2020.“

Þórunn ítrekar þó á að samkvæmt Kyoto-bókuninni megi ekki selja þær heimildir sem sem falli undir hið íslenska ákvæði hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert