Vaxandi reiði í garð Íslendinga

Reuters

Um 30.000 þýskir sparifjáreigendur, og fyrrum viðskiptavinir Kaupthing-Edge í Þýskalandi verða sífellt órólegri og krefjast aðgerða þýskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Þýsk stjórnvöld hafa hingað til haldið að sér höndum.

Af þýskum fjölmiðlum má ráða að viðskiptavinir Kaupþing-Edge séu illa upplýstir um hvert þeir skuli snúa sér til að fá tapið bætt auk þess sem efast sé um burði Íslendinga til að standa við skuldbindingar.

Nýtt dæmi sem aukið hefur reiði almennings í Þýskalandi er Kfw-bankinn sem hefur, undir umsjón þýskra ráðamanna, tapað um 500 milljónum evra á lánaviðskiptum við Ísland.

Þýskur almenningur horfir því öfundaraugum til Hollands og Bretlands þar sem ríkisvaldið beitir sér í þágu sparifjáreigenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert