Lagt til að útgjöld dragist saman um 50,7 milljarða

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

Fjármálaráðuneytið sendi í síðustu viku  bréf á öll ráðuneytin þar sem óskað var eftir því að þau útfæri tillögur um sparnað upp á 10% miðað við fjárlagafrumvarp ársins 2009. Að sögn Böðvars Jónssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, voru útgjöld ráðuneytanna áætluð 507 milljarðar króna á næsta ári þannig að þetta þýði sparnað upp á 50,7 milljarða króna.

Böðvar segir að óskað væri eftir því að ráðuneytin tólf sem um ræðir skili inn tillögur sínar fyrir fimmtudag í þessari viku. Hann tekur fram að það verði að athuga að einungis sé um vinnuviðmið að ræða ekki endanlega tilskipun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert