Litlar líkur á að takist að greiða niður uppsafnaðar skuldir

Þjóðleikhúsið.
Þjóðleikhúsið.

Þjóðleikhúsið segir, að ef stofnunin eigi að greiða niður uppsafnaðar skuldir og standa skil á kostnaði þeim samfara þurfi að grípa til róttækra aðgerða, svo sem stórfellds niðurskurðar í starfsmannahaldi og enn frekari
fækkun verkefna. Slík ráðstöfun fæli í sér verulega skerðingu á hlutverki
Þjóðleikhússins sem listastofnunar og varðaði þannig í raun menningarpólitíska stefnumótun.

Þetta kemur fram í athugasemdum, sem Þjóðleikhúsið hefur sent frá sér vegna stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á stofnuninni. Segir Þjóðleikhúsið ljóst, að framlög ríkisins hrökkva ekki lengur fyrir launa- og húsnæðiskostnaði, en frá árinu 2005 hafi Þjóðleikhúsið þurft að greiða leigu fyrir afnot af leikhúsbyggingunni og hafi húsnæðiskostnaður því stóraukist.

Auk þess sem uppá vanti greiði leikhúsið allan uppsetningakostnað sýninga og markaðssetningu þeirra með eigin aflafé, þ.e. tekjum af miðasölu, sem geta verið stopul tekjulind. Það sé og hafi  verið ríkur vilji af hálfu stjórnenda leikhússins að bregðast við viðvarandi rekstrarvanda Þjóðleikhússins eftir fremsta megni.

Í ljósi þeirra ábendinga og athugasemda, sem fram komi í skýrslunni hefur verið ákveðið að stíga enn marktækari skef í þá átt. Þannig hefur öll áætlanagerð og eftirfylgni kostnaðarþátta verið efld til muna á síðustu mánuðum, hvort heldur í almennum rekstri  eða í tengslum við uppsetningu sýninga. Um leið verður ýtrasta aðhaldi beitt í starfsmannamálum og yfirvinnu haldið í algeru lágmarki. 

Þessar aðgerðir miði að því að ná jafnvægi í reksturinn á fjárhagsárinu 2009. Það séu hinsvegar litlar líkur á að með þeim náist að greiða niður uppsafnaðar skuldir eða standa skil á kostnaði þeim samfara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert