60-70% síldarinnar sýkt

Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins og haft eftir sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun að sérstaklega sé ástandið slæmt við Suðvesturland þar sem sníkillinn hafi lagst á 60-70% stofnsins.

Hafrannsóknastofnunin hefur undanfarið rannsakað útbreiðsluna og liggja fyrstu niðurstöður fyrir. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafró sem hefur stjórnað rannsóknunum, sagði á RÚV að í Breiðafirði og Faxaflóa sé útbreiðslan líkt og talið var, um 40% stofnsins séu sýkt en ástandið við suðvesturstöndina sé enn verra.

Þorsteinn sagði of snemmt að segja um það hvort stofninn væri í hættu en ljóst að þetta myndi hafa áhrif á stofninn til lengri tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert