Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir

„Heldur þykir okkur súrt í brotið að ferðakostnaður okkar með Strætó til og frá vinnu muni frá og með áramótum tvöfaldast, á sama tíma og þjónustan skerðist verulega,“ segja hjónin Sigríður Indriðadóttir og Hjörtur Hróðmarsson, íbúar á Akranesi, í grein á vefnum Skessuhorni.

Þar segjast þau harma það að verðskrá Strætós hækki mikið nú um áramót og þjónustan skerðist en þau eru meðal margra Akurnesinga sem nýta strætóferðir til Reykjavíkur. Níu mánaða kort kostar nú frá áramótum 61 þúsund en kostaði áður rúmlega 30 þúsund krónur. Þá er því einnig mótmælt í bréfi þeirra að fyrsti vagn frá Akranesi aki ekki niður í Ártún eins og áður var heldur í Mosfellsbæinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert