Hryðjuverkalög stöðva hlutabréfaviðskipti

mbl.is/hag

Viðskiptavinir Landsbankans sem eiga hlutabréf í Bandaríkjunum, Mið-Evrópu og Bretlandi hafa ekki getað selt bréfin sín frá því að bankinn fór í þrot. Það er vegna hryðjuverkalaganna sem bresk stjórnvöld beittu bankann. Með þeim voru eignir Landsbankans á Bretlandseyjum frystar vegna greiðsluþrots netbankans Icesave.

Bankinn er enn undir hryðjuverkalögunum og er eins ástatt um bréf í eigu bankans sjálfs – hann getur ekki selt þau.

Samkvæmt upplýsingum Landsbankans geta erlend fjármálafyrirtæki ekki skipt við bankann vegna laganna, því þá gerðust þau sek um að skipta við hryðjuverkamenn. Ástandið sé viðskiptavinunum erfitt en þeir sýni því skilning. Þeir átti sig á því að bankinn geti ekkert gert í málinu. Það sé á borði ríkisstjórnarinnar núna. Óljóst sé hvenær opnist fyrir viðskiptin. Það velti á því hvernig stjórnvöldum gangi í viðræðunum um Icesave-skuldbindingarnar.

Á meðan geti viðskiptavinir ekki nýtt sér kauptækifæri sjái þeir þau. Bankinn rói öllum árum að því að losa um eignir viðskiptavina sinna. Vísitölurnar hafi hins vegar styrkst frá því í nóvember og því hafi viðskiptavinirnir almennt ekki tapað fé á biðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert