Gengu að kröfum Bjarna

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson

Stjórn gamla Glitnis samþykkti án athugasemda kröfu Bjarna Ármannssonar um að bankinn keypti allt að tveggja prósenta hlut hans í bankanum á 29 krónur, sem var tæplega þremur krónum hærra á hvern hlut en fékkst fyrir bréfin þann dag. Þetta kom fram í aðalmeðferð í dómsmáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Vilhjálmur Bjarnason hluthafi stefndi bankanum og gömlu stjórn hans. Hann krefst 1.900 þúsund króna í skaðabætur, þar sem honum bauðst ekki að kaupa hluti þennan dag á sama gengi. „Það er hans tap á málinu en honum buðust ekki þessi vildarkjör. Hann byggir á því að ekki sé hægt að draga einn hluthafann út, þótt hann sé forstjóri, og bjóða honum svona samninga,“ segir Guðni Haraldsson sem sækir málið fyrir Vilhjálm.

Bjuggust við að verðið hækkaði

Fram kom fyrir dómnum að stjórnin hefði búist við því að hlutabréfin í bankanum myndu hækka umfram samninginn við Bjarna. Það hefði gengið eftir og hlutirnir farið upp í 31. „Ekki má gleyma að virði hlutanna varð ekkert skömmu seinna. Það varð einfaldlega núll,“ segir Guðni. „Við byggjum á því að líta verði til viðskiptanna þann dag þegar þau voru gerð. Þá var verið að kaupa bréfin á 550 milljóna króna yfirverði. Auk þess sem Bjarni Ármannsson fékk 571 milljón í öðrum samningum, þannig að hann gekk út með 1,1 milljarð þennan dag.“ Þá vísar Guðni til bónusgreiðslna, launagreiðslna, kaupréttarsamninga og yfirverðsins á hlutabréfunum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert