Brugðust við grjótkasti

Margir mótmælenda voru ósáttir við aðgerðir lögreglunnar í Alþingisgarðinum á þriðjudag. Þá var garðurinn ruddur með tilheyrandi gusum af piparúða. Einnig hefur meðferð á handteknum einstaklingum verið gagnrýnd.

Stefán Eiríksson segir að fyrst hafi fólki verið ýtt frá Alþingishúsinu, en þar sem rúður hafi verið brotnar var ákveðið að rýma. „Talin var stórhætta á því að fólk færi í gegnum glerveggina á skálanum. Hægt og bítandi reyndum við því að ýta fólkinu lengra frá því að grjótkastinu linnti ekki.“

Varðandi hina handteknu segir Stefán að lögregla hafi þurft að verja þá fyrir grjótkasti. „Við neyddumst því til að fara með það inn í þinghúsið til að tryggja öryggi þeirra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert