Sjálfstæðisflokkur harmar ofbeldi í mótmælum

Á fundi þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í dag var samþykkt yfirlýsing þar sem harmað er að ofbeldishópar hafa reynt að eyðileggja og sundra friðsömum mótmælaaðgerðum almennings.

„Sameiginlegur fundur miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokks harmar að ofbeldishópar hafa reynt að eyðileggja og sundra friðsömum mótmælaaðgerðum almennings. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við hófsamar og óhjákvæmlegar aðgerðir lögreglunnar, sem hafa beinst að því að verja rétt almennings til eðlilegra og friðsamlegra mótmælaaðgerða," segir í yfirlýsingunni.

Þá sendi fundurinn Geir H. Haarde og fjölskyldu hans sínar bestu kveðjur og vonir um að læknismeðferð takist vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert