400 hlaupa Laugaveginn

Þórsmörk.
Þórsmörk. www.mats.is

Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í hinu árlega Laugavegshlaupi sem haldið er hinn 18. júlí í ár. Fjórum dögum eftir að opnað var fyrir skráningu í janúar höfðu öll 300 plássin selst upp.

Því hefur verið ákveðið að taka inn fleiri þátttakendur en verið hefur. Nú liggur fyrir að þátttakendur geta alls orðið um 400 talsins. Þeim sem skráðir á biðlista stendur því nú til boða að skrá sig í hlaupið. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins þarf skráningin að hafa borist Reykjavíkurmaraþoni fyrir 9. febrúar nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert