Seðlabankafrumvarp til viðskiptanefndar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, dró í dag til baka tillögu sína um að frumvarpi um breytingar á Seðlabankanum verði vísað til efnahags- og skattanefndar Alþingis. Önnur tillaga lá fyrir um að frumvarpinu yrði vísað til viðskiptanefndar þingsins og var hún því samþykkt.

Jóhanna sagði, að gild rök væru fyrir báðum tillögunum en engu meginmáli skipti hvor þingnefndin fengi málið til meðferðar, svo framarlega sem það fengi skjóta afgreiðslu.

Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram á föstudag en atkvæðagreiðslu var frestað þar til í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert