Steingrímur boðar fund um hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,  hefur boðað til fréttamannafundar í dag klukkan 15. þar sem hann mun kynna endurskoðun ákvörðunar um hvalveiðar.

Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út reglugerð um veiðikvóta á hrefnu og langreyði til næstu fimm ára en Steingrímur lýsti því yfir, þegar hann tók við embætti, að sú ákvörðun yrði endurskoðuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert