15.816 skráðir á atvinnuleysisskrá

Framkvæmdir við tónlistarhúsið hafa legið niðri frá áramótum en hefjast …
Framkvæmdir við tónlistarhúsið hafa legið niðri frá áramótum en hefjast væntanlega að ný í næstu viku mbl.is/Árni Sæberg

  Alls eru 15.816 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá á vef Vinnumálastofnunar, 10.058 karlar og 5.758 konur. Þar af eru 10.378 skráðir á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar verður að hafa í huga að sá hópur sem er á á hlutabótum á móti hlutastarfi fer sífellt stækkandi. Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi á milli 2.000 og 2.500.

Í  skýringum á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að í töflunni sem er birt á vef stofnunnar eru allir sem skráðir hafa verið í daglegan gagnagrunn um atvinnulausa/fólk í atvinnuleit. Gera verður ráð fyrir að þar af séu nálægt 1.000 manns sem ekki eru í atvinnuleit vegna breyttra aðstæðna eftir að þeir skráðu sig, en upplýsingar um slíkt berast Vinnumálastofnun yfirleitt ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert