Skíðasvæðin opin

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá kl. 10-16. Skíðafæri þar er með besta móti en klukkan  8:30 í morgun var þar 5 stiga frost, 3-5 m/s, hálfskýjað.

Á Ísafirði eru skíðasvæðið í Tungudal og gönguskíðasvæðið í Seljalandsdal opin. Þar er nú troðinn snjór, heiðskýjað og 3 til 7 stiga frost  

Á Dalvík stendur nú yfir keppni á bikarmót 13-14 ára og því er aðalbrekkan lokið til tvö. Aðrar brekkur í Böggvistaðafjalli eru þó opnar og tvær gönguleiðir.

Í Bláfjöllum stendur nú yfir Reykjavíkurmót 25 áar og eldri þar sem keppt er í  svigi og stórsvigi í Kóngsgili.Þar eru þó allar lyftur opnar nema Tinni og Tobbi. Gönguleiðirnar eiðin há, Grindarskörð og Strompahringur eru þó lokaðar. Þar er nú heiðskýrt og logn og fjögurra stiga frost.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert