Umferð eykst á þjóðvegum

Umferð á þjóðvegum landsins var heldur meiri í janúar og febrúar 2009 en hún var í sömu mánuðum árið 2008. Mjög dró úr umferð seinni hluta árs í fyrra.

Á landinu jókst umferðin um 3,5% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Vegagerðin miðar við 16 talningastaði á hringveginum og því er ekki um að ræða umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Umferð á Suðurlandi jókst um 9,2%, á Vesturlandi um 2,6% og 1,3% í nágrenni við Reykjavík. 9,1% samdráttur umferðar var á Austurlandi og 2% samdráttur á Norðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert