Skarpur samdráttur í Þýskalandi

Þýskir bílaframleiðendur standa frammi fyrir samdrætti líkt og flest önnur …
Þýskir bílaframleiðendur standa frammi fyrir samdrætti líkt og flest önnur útflutningsfyrirtæki í Þýskalandi. Reuters

Útflutningur frá Þýskalandi dróst saman um 23,1 prósent í febrúar á þessu ári miðað við sama mánuð í fyrra. Greinendur sem AFP-fréttastofan ræddi við segja tölurnar verri en reiknað hefði verið með.

Þýskaland, sem er ein mesta útflutningsþjóð í heimi, var með jákvæðan vöruskiptajöfnuð upp á 11,5 milljarða dollara í febrúar á þessu ári samanborið við 17,1 milljarð dollara í fyrra.

Sérstaklega fellur útflutning til annarra landa innan Evrópusambandsins mikið eða um 24,4 prósent en til landa utan Evrópusambandsins er fallið 20,6 prósent. Þýsk framleiðslufyrirtæki hafa, eins og önnur fyrirtæki í heiminum, átt í erfiðleikum að undanförnu vegna þess hve neysla hefur minnkað mikið vegna kreppunnar á heimsmörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert