Mikilvægur áfangi

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Forstjóri Norðuráls segir samþykkt Alþingis á lögum um heimild til að gera fjárfestingarsamning vegna byggingar álvers í Helguvík mikilvægan áfanga. Samningurinn er ein af forsendum þess að hægt sé að fjármagna uppbygginguna, en hann segir að fleira þurfi að klára. Verið sé að vinna í umhverfismati vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar og flutningsmannvirkja.

Alþingi samþykkti í fyrrakvöld lög sem heimila iðnaðarráðherra að ganga frá fjárfestingarsamningi við Century Aluminum og Norðurál Helguvík ehf. um byggingu álvers. Drög að samningi voru gerð í lok síðasta árs. Þau taka meðal annars til skattamála og eru í takt við hliðstæða samninga sem gerðir voru vegna uppbyggingar álveranna á Grundartanga og í Reyðarfirði.

Norðurál er í viðræðum við evrópska banka um fjármögnun verkefnisins. Fram kom í viðræðum forsvarsmanna Norðuráls og iðnaðarráðuneytisins að samningurinn væri ein af forsendum fyrir fjármögnun. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að samþykkt laganna sé mikilvægur áfangi, sérstaklega við þær aðstæður sem nú séu uppi á alþjóðlegum fjármálamarkaði og vegna tortryggni sem ríki gagnvart Íslandi. Áhrifin eru tvíþætt, að sögn Ragnars. Annars vegar felist í þessu jákvæð skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar veiti samningurinn ákveðna vissu fyrir því að leikreglum verði ekki breytt verulega þegar á líður. „Þegar verið er að horfa á svona mikla fjárfestingu vilja menn þekkja forsendur verkefnisins eins vel og hægt er,“ segir Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert