Barnaverndarmálum fjölgar

mbl.is/Ásdís

Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um 40% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á heimasíðu borgarinnar kemur fram að hluta þessarar fjölgunar megi rekja til mjög aukinnar vitundar íbúa og starfsmanna borgarinnar um nauðsyn þess að vera vakandi fyrir líðan barna við erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Einnig er ljóst að erfiðar efnahagsaðstæður birtast í fjölgun hegðunarvandamála hjá börnum, og því miður einnig í fjölgun erfiðari mála og meiri vanda hjá foreldrum,“ segir þar.

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir þessi tíðindi ekki koma á óvart. Embætti hennar fjallar ekki um einstök mál en Margrét María kveðst eigi að síður finna fyrir auknu áreiti, álagi og vanlíðan úti í samfélaginu. Kveikiþráður fólks sé almennt styttri. Það bitni ekki síst á börnunum.

„Enda þótt þetta sé dapurlegt kemur það ekki á óvart. Rannsóknir sýna að fjárhagsáhyggjur hafa áhrif á börn inni á heimilum, drykkja og ofbeldi eykst. Það gerðist í efnahagshruninu í Finnlandi og Svíþjóð upp úr 1990 og margt bendir til þess að það sama sé að gerast hér. Velferðarvaktin og ýmsir samráðshópar vinna nú að því að þétta netið en betur má ef duga skal.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert