Skýrsla Wyman ekki birt meðan á viðræðum stendur

mbl.is

Ekkert liggur fyrir um hvenær birt verður skýrsla Deloitte og ráðgjafarfyrirtæksins Oliver Wyman um verðmat á eignum og skuldum sem færðar voru frá gömlu bönkunum í þá nýju. Er alls óvíst að skýrslan verði nokkurn tíma birt í heild sinni.

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi fjármálaráðherra, segir að stór hluti Deloitte-skýrslunnar verði aldrei gerður opinber. „Þar er verið að verðmeta lán einstakra fyrirtækja í bönkunum. Þetta eru vinnugögn sem notuð eru í samningaviðræðum á milli skilanefndanna og kröfuhafa gömlu bankanna annars vegar og nýju bankanna og eigenda þeirra hins vegar og á meðan samningaviðræður standa enn yfir, verður ekkert úr þessum skýrslum birt,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert