Gagnrýna fyrningarleiðina harðlega

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í hádeginu í dag var kallað til bæjarstjórnarfundar í Ráðhúsi Vestmannaeyja.  Til fundarins voru boðaðir helstu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum en fyrsta mál fundarins var umræða um málefni sjávarútvegsins og þá fyrst og fremst fyrirhugaða fyrningaleið nýmyndaðrar ríkisstjórnar.  Bæjarstjórn samþykkti harðorða ályktun gegn fyrirhugaðri leið og segir hana andstæða hagsmunum Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á fréttavefnum Suðurlandið.

 

114 þorskígildistonn frá Vestmannaeyjum

Um tuttugu útgerðarmenn og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sóttu fundinn en fundurinn var opinn til að byrja með þannig að fundargestir gátu lagt orð í belg.  Fjölmargir kváðu sér til hljóðs enda kallaði bæjarstjórn eftir því að heyra sjónarmið sem flestra þeirra sem stunda útgerð og vinnslu í Vestmannaeyjum. 

Þórður Rafn Sigurðsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og útgerðarmaður sagði að fyrirhuguð fyrningaleið þýddi að 114 þorskígildistonn hyrfu frá útgerðinni á ári að verðmæti um 30 milljónir. 

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði valið einfalt, annað hvort yrðu hér yrðu hér þokkaleg lífskjör við núverandi kerfi eða fátækt með fyrirhuguðum breytingum.  Arnar Sigurmundsson, formaður Sambands íslenskra fiskvinnslufyrirtækja sagði að fyrningaleiðin væri fyrst og fremst eignatilfærsla, þar sem stóriðja landsbyggðarinnar væri færð yfir til höfuðborgarinnar.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert