Ísland í skattaskjólssamningi

Frá Bresku Jómfrúreyjunum.
Frá Bresku Jómfrúreyjunum.

Bresku Jómfrúreyjarnar færðust nær því að vera teknar af lista yfir skattaskjól á gráu svæði þegar greint var frá því að fulltrúar þaðan hefðu verið viðstaddir undirritun samnings Norðurlandaþjóðanna í íslenska sendiráðinu í Danmörku í dag.

Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda eyjarnar sig til að veita upplýsingar sem varða glæpsamlegt athæfi eða rannsóknir á skattamálum einstaklinga. 

Skammt er síðan Bresku Jómfrúreyjarnar voru settar á lista yfir ríki sem höfðu ekki átt farið að reglum um upplýsingagjöf í þessu efni.

Ralph T. O'Neal, forsætisráðherra landsins, boðar að senn muni ríkið undirrita sambærilega samninga við Frakka og Nýsjálendinga.  

Fram hefur komið, að  mörg félög sem tengdust íslensku bönkunum og útrásarfélögum voru stofnuð og skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum eyjunni Tortola, sem er ein þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert