Valtur þingmeirihluti í Icesave

Þrír þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn Icesave samningnum á þingflokksfundi á föstudag.  Samkvæmt heimildum MBL voru það Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Fjórði þingmaðurinn, Atli Gíslason hefur einnig lýst sig andvígan.

Fjármálaráðherra telur samt öruggan þingmeirihluta fyrir málinu og hvorki hann né forsætisráðherra telja þjóðaratkvæðagreiðslu inn í myndinni. 

Frumvarp um ríkisábyrgðir vegna samningsins verður lagt fyrir þingið í síðasta lagi í byrjun næstu viku. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Guðfríði Lilju, sem er þingflokksformaður VG, að því á Alþingi í dag hvort ekki væri ljóst, að þingmeirihluti væri fyrir því máli.

Guðfríður Lilja svaraði, að fjallað hefði verið um málið í þingflokki VG á föstudag og þar hefði meirihluti þingflokksins veitt ríkisstjórninni heimild til að ganga frá þessum samningum á þeim forsendum, sem fyrir lágu.  Um þetta hafi þó verið skiptar skoðanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert