Álagsgreiðslur slegnar af

Lögreglumenn að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum …
Lögreglumenn að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Morgunblaðið/Júlíus

Gríðarleg vonbrigði eru meðal lögreglumanna vegna ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins um að fella niður fimmtán þúsund króna álagsgreiðslur. Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna.

„Það er ljóst að við hefjum samningalotuna okkar með launalækkunum,“ segir Snorri, en kjarasamningar lögreglumanna losnuðu um síðustu mánaðamót. „Álagið hefur verið greitt frá því í október 2007 og var komið á vegna þess flótta sem var úr stéttinni. Öllum sem komu að því máli var það ljóst að tilgangurinn var að leiðrétta launin sem mikil óánægja hefur verið með.“

Snorri á ekki von á að margir lögreglumenn hætti sjálfviljugir í núverandi árferði. Hins vegar sé viðbúið að álag aukist á lögreglu, einmitt við þessar aðstæður.

Snorri sagði lögreglumönnum frá niðurstöðu ráðuneytisins í bréfi sem hann sendi á mánudag. Þar kemur einnig fram að viðbúið sé að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfi að skera niður um 57 milljónir á þessu ári og 320 milljónir á því næsta, eftir því sem næst verður komist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert