Bíleigendur héldu 235 milljónum

Í ríkiskassanum gætu legið ríflega 235 milljónum krónum meira vegna hærri gjalda á bensíni, hefðu yfirvöld túlkað ný gjöld á eldsneyti með sama hætti og olíufélögin. Forsendurnar eru að þjóðin noti nú sama magn eldsneytis og hún gerði í fyrra, eða 209.552.534 lítra yfir árið.

Olíufélögin voru gerð afturreka með tíu króna hækkun á bensínlítrann sem þau lögðu á 29. maí, daginn eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um hærri álögur. Þeim er gert að setja hækkunina á nýjar birgðir og hefur hún ekki enn hækkað bensínverð, fyrir utan að Olís hækkaði verðið um 12,5 krónur, sem nemur hækkuninni og virðisaukaskatti ofan á hana, í einn dag, þann 23. júní.

Olíuverslunin kláraði gömlu birgðirnar 18. júní og hefur, sé reiknað út frá bensínnotkuninni í fyrra og rúmlega 26% markaðshlutdeild, tapað um 1,5 milljónum króna á dag. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, vill hvorki hrekja né staðfesta upphæðina en segir ljóst að sú ákvörðun félagsins að bjóða viðskiptavinum sínum samkeppnishæft verð á við hin olíufélögin kosti drjúgan skilding.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert