Of geyst farið með vagna

Ökumenn bíla með vagna í eftirdragi mega ekki aka á …
Ökumenn bíla með vagna í eftirdragi mega ekki aka á yfir 80 km hraða. mbl.is/Arnaldur

Ökumenn þriggja bíla með tengivagna voru teknir fyrir of hraðan akstur á Hringveginum í Skagafirði á þremur klukkustundum í gær. Sá sem mest var að flýta sér ók á 105 km. hraða.

Hámarkshraði bíla sem draga á eftir sér fellihýsi, tjaldvagna, hjólhýsi og annað slíkt er 80 km á Hringveginum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki virðast ekki allir átta sig á hámarkshraðanum en aðrir vildu fylgja umferðarhraðanum. Ýmsar aðrar skýringar eru gefnar.

Umferð var þung um Skagafjörð í gær. Margir voru á heimleið af Landsmóti ungmennafélaganna á Akureyri eða af tjaldsvæðum í Mývatnssveit eða annarsstaðar á Norður- og Austurlandi. Umferðin gekk vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert