EES-samningurinn var í húfi

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sögðu í þættinum Málefnin um Icesave á Skjá einum í kvöld að EES-samningurinn væri í húfi ef ekki væri gengið frá Icesave-samningnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vilja setjast við samningaborðið á ný og samningsstaða Íslands sé sterk í þessu máli.

Árni Páll sagði að ef ekki yrði gengið að Icesave samkomulaginu sé útilokaður aðgangur að erlendu lánsfé sem komi í veg fyrir að fyrirtækjarekstur gangi hér. 

Steingrímur benti á að þetta sé mál sem hverfi ekki. Ef það verður ekki samþykkt þá verði að leysa málið þar sem við séum í samskiptum við aðrar þjóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert