Engin ríkisábyrgð á Icesave

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir það alveg ljóst að það sé engin ríkisábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans. Það sé grátlegt að sjá íslensk stjórnvöld gefast upp fyrirfram og reginmistökin hafi verið þau að telja sig skuldbundna til að greiða. Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin. Þetta kom fram í þættinum Málefnin sem sýndur er á Skjá einum í kvöld í samstarfi við Morgunblaðið

Að sögn Davíðs, sem var forsætisráðherra á þeim tíma er Landsbankinn var seldur til Samsons-hópsins, kom  fram á sínum tíma á Alþingi að engin ríkisábyrgð fylgdi með í sölunni á Landsbankanum. 

Hann segir að varnarþing Íslands í þessu máli sé hér á landi og ekki sé spurning um að Ísland fari með málið fyrir dómsstóla heldur sé það þeirra sem telji að Ísland skuldi sér fé.  Það séu þeir sem sækja málið og þá væntanlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aðspurður sagðist Davíð vona það að við færum þannig að ef staðan væri öðruvísi. Það er ef um breskan banka væri að ræða og að íslenska ríkið væri að sækja fé þangað. Þetta væru lýðræðisþjóðir ekki fótboltaleikur. 

Hann segir að það sé ljóst að Íslendingar muni greiða skuldbindingar sínar ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu beri að greiða skuldbindingar vegna Icesave. 

Davíð tók Lehman bræður fyrir sem ekki gátu greitt út það sem deCode átti inni hjá þeim og því hafi þurft að segja upp fullt af fólki. Ekki hefðu íslensk stjórnvöld farið í mál við þau bandarísku vegna þessa. 

Davíð var spurður að því í þættinum hvers vegna hann hafi skrifað undir samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ef því fylgdu skuldbindingar vegna Icesave en Davíð segir að það sé ekki sagt beint í samningnum að greiða þurfi fyrir Icesave.  Davíð staðfesti í viðtalinu að hann hafi bent fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á að hann réði ekki í húsakynnum Seðlabanka Íslands.

Davíð var spurður út í viðbrögð bankastjóra Landsbankans þegar hann sagði þeim að ekki kæmi til greina að þeir gerðu íslensku þjóðina gjaldþrota líkt og þeir væru á góðri leið með að gera við Björgólf Guðmundsson. Sagði Davíð að þeir hafi ekki tekið því  sérstaklega vel. Ljóst að þeir hafi túlkað það þannig að þeir hefðu ríkisábyrgð. Davíð segir að ef Bretar tryðu því að íslenska ríkið hafi alltaf borið ábyrgðina þá hefðu þeir ekki krafist þess að sett yrði ríkisábyrgð nú.

Staðfestir að gögnin séu til

Davíð staðfesti að gögn sem hann vísar til í viðtali við Morgunblaðið nýverið séu til. Þau séu væntanlega til hjá einhverjum ráðuneytum og rannsóknarnefndinni. Hann segir að birta eigi gögnin en það sé ekki hans að fá þau birt og vísaði þar til orða Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um að hann væri ellilífeyrisþegi. Hann sagði að til væru upptökur af samtali við bankastjóra Englandsbanka sem ekki taldi að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningum Landsbankans.

Hann segir að margir verði hissa á því þegar í ljós kemur hversu snemma Seðlabanki Íslands varaði við hruninu. Hann segir að hann sé ekki undanskilin frekar en aðrir í því að bera einhverja ábyrgð. 

Davíð sagði að í júní í fyrra hafi komið í ljós að Landsbankamenn höfðu ekkert gert í því að færa Icesave reikningana í dótturfélag í Bretlandi líkt og rætt hafði verið á fundi þremur mánuðum áður. 

Vissi ekki um lán Samson í Búnaðarbankanum

Davíð sagði í viðtalinu að hann hefði ekki vitað til þess að eigendur Samson hefðu fengið hluta af kaupverði Landsbankans að láni í Búnaðarbankanum. Hann segir að þetta sé afskaplega dapurlegt. 

Aðspurður um hvar hann hafi geymt sína peninga þegar bankarnir hrundu sagði Davíð að þeir hafi verið í Landsbankanum og hann hafi tapað um fjórum milljónum króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan 11 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er sendur út í beinni útsendingu og hægt er að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...