Engin ríkisábyrgð á Icesave

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir það alveg ljóst að það sé engin ríkisábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans. Það sé grátlegt að sjá íslensk stjórnvöld gefast upp fyrirfram og reginmistökin hafi verið þau að telja sig skuldbundna til að greiða. Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin. Þetta kom fram í þættinum Málefnin sem sýndur er á Skjá einum í kvöld í samstarfi við Morgunblaðið

Að sögn Davíðs, sem var forsætisráðherra á þeim tíma er Landsbankinn var seldur til Samsons-hópsins, kom  fram á sínum tíma á Alþingi að engin ríkisábyrgð fylgdi með í sölunni á Landsbankanum. 

Hann segir að varnarþing Íslands í þessu máli sé hér á landi og ekki sé spurning um að Ísland fari með málið fyrir dómsstóla heldur sé það þeirra sem telji að Ísland skuldi sér fé.  Það séu þeir sem sækja málið og þá væntanlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aðspurður sagðist Davíð vona það að við færum þannig að ef staðan væri öðruvísi. Það er ef um breskan banka væri að ræða og að íslenska ríkið væri að sækja fé þangað. Þetta væru lýðræðisþjóðir ekki fótboltaleikur. 

Hann segir að það sé ljóst að Íslendingar muni greiða skuldbindingar sínar ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu beri að greiða skuldbindingar vegna Icesave. 

Davíð tók Lehman bræður fyrir sem ekki gátu greitt út það sem deCode átti inni hjá þeim og því hafi þurft að segja upp fullt af fólki. Ekki hefðu íslensk stjórnvöld farið í mál við þau bandarísku vegna þessa. 

Davíð var spurður að því í þættinum hvers vegna hann hafi skrifað undir samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ef því fylgdu skuldbindingar vegna Icesave en Davíð segir að það sé ekki sagt beint í samningnum að greiða þurfi fyrir Icesave.  Davíð staðfesti í viðtalinu að hann hafi bent fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á að hann réði ekki í húsakynnum Seðlabanka Íslands.

Davíð var spurður út í viðbrögð bankastjóra Landsbankans þegar hann sagði þeim að ekki kæmi til greina að þeir gerðu íslensku þjóðina gjaldþrota líkt og þeir væru á góðri leið með að gera við Björgólf Guðmundsson. Sagði Davíð að þeir hafi ekki tekið því  sérstaklega vel. Ljóst að þeir hafi túlkað það þannig að þeir hefðu ríkisábyrgð. Davíð segir að ef Bretar tryðu því að íslenska ríkið hafi alltaf borið ábyrgðina þá hefðu þeir ekki krafist þess að sett yrði ríkisábyrgð nú.

Staðfestir að gögnin séu til

Davíð staðfesti að gögn sem hann vísar til í viðtali við Morgunblaðið nýverið séu til. Þau séu væntanlega til hjá einhverjum ráðuneytum og rannsóknarnefndinni. Hann segir að birta eigi gögnin en það sé ekki hans að fá þau birt og vísaði þar til orða Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um að hann væri ellilífeyrisþegi. Hann sagði að til væru upptökur af samtali við bankastjóra Englandsbanka sem ekki taldi að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningum Landsbankans.

Hann segir að margir verði hissa á því þegar í ljós kemur hversu snemma Seðlabanki Íslands varaði við hruninu. Hann segir að hann sé ekki undanskilin frekar en aðrir í því að bera einhverja ábyrgð. 

Davíð sagði að í júní í fyrra hafi komið í ljós að Landsbankamenn höfðu ekkert gert í því að færa Icesave reikningana í dótturfélag í Bretlandi líkt og rætt hafði verið á fundi þremur mánuðum áður. 

Vissi ekki um lán Samson í Búnaðarbankanum

Davíð sagði í viðtalinu að hann hefði ekki vitað til þess að eigendur Samson hefðu fengið hluta af kaupverði Landsbankans að láni í Búnaðarbankanum. Hann segir að þetta sé afskaplega dapurlegt. 

Aðspurður um hvar hann hafi geymt sína peninga þegar bankarnir hrundu sagði Davíð að þeir hafi verið í Landsbankanum og hann hafi tapað um fjórum milljónum króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borganesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýringu við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »

Bæjarins bestu flytur yfir götuna

06:30 Hinn vinsæli pylsuvagn Bæjarins bestu verður í dag fluttur yfir götuna og komið fyrir til bráðabirgða á gangstéttinni fyrir framan Hótel 1919 í Eimskipafélagshúsinu. Meira »

Hlýjast á Vesturlandi í dag

06:26 Hlýjast verður á Vesturlandi en svalast á norðausturhorni landsins í dag og verður hitinn á bilinu 8 til 23 stig. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt og á þokunni að létta þegar líður á morguninn. Meira »

Tveir buðu í veg við Dettifoss

05:30 Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.   Meira »

„Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi

05:30 „Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Flokkur fólksins mælist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á forsendum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu og gengið á bak orða sinna frá því í kosningabaráttunni.“ Meira »

Annar rekstur verði ekki ríkisstyrktur

05:30 Steinþór Arnarson, einn eigenda Fjallsárlóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við Fjallsárlón, segist ekki óttast aukna samkeppni vegna friðlýsingar Jökulsárlóns og umfangsmikils svæðis á Breiðamerkursandi, sem tók gildi í gær. Meira »

Matsmenn fá ekki gögn

05:30 Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd. Meira »

Vinnu við vegskála lýkur senn

05:30 Vinna við vegskála Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin hefur gengið vel og er á áætlun.  Meira »

Júlíhitametin falla hvert af öðru

05:30 Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

05:30 Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri. Meira »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Öflugir skjálftar í Kötlu

05:30 „Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »
Bella 530 Excel hraðbátur
Bella 530 Excel hraðbátur. Vandað harðviðardekk. Mercury 135 hp optimax mótor, ...
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Tjöld, háþrýstidæla ofl
Til sölu tjöld. 2, manna kr 4000, og 4 manna kr 10000.. Samanbrjótanlegur fer...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...