Engin ríkisábyrgð á Icesave

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir það alveg ljóst að það sé engin ríkisábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans. Það sé grátlegt að sjá íslensk stjórnvöld gefast upp fyrirfram og reginmistökin hafi verið þau að telja sig skuldbundna til að greiða. Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin. Þetta kom fram í þættinum Málefnin sem sýndur er á Skjá einum í kvöld í samstarfi við Morgunblaðið

Að sögn Davíðs, sem var forsætisráðherra á þeim tíma er Landsbankinn var seldur til Samsons-hópsins, kom  fram á sínum tíma á Alþingi að engin ríkisábyrgð fylgdi með í sölunni á Landsbankanum. 

Hann segir að varnarþing Íslands í þessu máli sé hér á landi og ekki sé spurning um að Ísland fari með málið fyrir dómsstóla heldur sé það þeirra sem telji að Ísland skuldi sér fé.  Það séu þeir sem sækja málið og þá væntanlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aðspurður sagðist Davíð vona það að við færum þannig að ef staðan væri öðruvísi. Það er ef um breskan banka væri að ræða og að íslenska ríkið væri að sækja fé þangað. Þetta væru lýðræðisþjóðir ekki fótboltaleikur. 

Hann segir að það sé ljóst að Íslendingar muni greiða skuldbindingar sínar ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu beri að greiða skuldbindingar vegna Icesave. 

Davíð tók Lehman bræður fyrir sem ekki gátu greitt út það sem deCode átti inni hjá þeim og því hafi þurft að segja upp fullt af fólki. Ekki hefðu íslensk stjórnvöld farið í mál við þau bandarísku vegna þessa. 

Davíð var spurður að því í þættinum hvers vegna hann hafi skrifað undir samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ef því fylgdu skuldbindingar vegna Icesave en Davíð segir að það sé ekki sagt beint í samningnum að greiða þurfi fyrir Icesave.  Davíð staðfesti í viðtalinu að hann hafi bent fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á að hann réði ekki í húsakynnum Seðlabanka Íslands.

Davíð var spurður út í viðbrögð bankastjóra Landsbankans þegar hann sagði þeim að ekki kæmi til greina að þeir gerðu íslensku þjóðina gjaldþrota líkt og þeir væru á góðri leið með að gera við Björgólf Guðmundsson. Sagði Davíð að þeir hafi ekki tekið því  sérstaklega vel. Ljóst að þeir hafi túlkað það þannig að þeir hefðu ríkisábyrgð. Davíð segir að ef Bretar tryðu því að íslenska ríkið hafi alltaf borið ábyrgðina þá hefðu þeir ekki krafist þess að sett yrði ríkisábyrgð nú.

Staðfestir að gögnin séu til

Davíð staðfesti að gögn sem hann vísar til í viðtali við Morgunblaðið nýverið séu til. Þau séu væntanlega til hjá einhverjum ráðuneytum og rannsóknarnefndinni. Hann segir að birta eigi gögnin en það sé ekki hans að fá þau birt og vísaði þar til orða Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um að hann væri ellilífeyrisþegi. Hann sagði að til væru upptökur af samtali við bankastjóra Englandsbanka sem ekki taldi að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningum Landsbankans.

Hann segir að margir verði hissa á því þegar í ljós kemur hversu snemma Seðlabanki Íslands varaði við hruninu. Hann segir að hann sé ekki undanskilin frekar en aðrir í því að bera einhverja ábyrgð. 

Davíð sagði að í júní í fyrra hafi komið í ljós að Landsbankamenn höfðu ekkert gert í því að færa Icesave reikningana í dótturfélag í Bretlandi líkt og rætt hafði verið á fundi þremur mánuðum áður. 

Vissi ekki um lán Samson í Búnaðarbankanum

Davíð sagði í viðtalinu að hann hefði ekki vitað til þess að eigendur Samson hefðu fengið hluta af kaupverði Landsbankans að láni í Búnaðarbankanum. Hann segir að þetta sé afskaplega dapurlegt. 

Aðspurður um hvar hann hafi geymt sína peninga þegar bankarnir hrundu sagði Davíð að þeir hafi verið í Landsbankanum og hann hafi tapað um fjórum milljónum króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Tattoo
...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...