Misbýður málsmeðferðin í Icesave

Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. mbl.is

„Mér misbýður mjög sú meðferð sem okkur er boðið upp á því að ég álít að hún sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður þegar ríki sem á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu á í hlut," segir Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, um aðkomu Evrópusambandsríkja að Icesave-samningnum.

Í stað þess að taka málið upp á sína arma hafi sambandið ákveðið að það væri milliríkjamál sem, að hennar mati, sé ekki í samræmi við þá Evrópulöggjöf sem hún þekki.

Hún vilji hins vegar ekki ganga svo langt að fullyrða að lög hafi þar með verið brotin. Það sé Evrópudómstólsins að skera úr um það.

„José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti því yfir í október að ríkin sem hlut ættu að máli yrðu að leysa það. Að mínu viti var það óviðeigandi afstaða.“

Þvert á jafnræðisregluna

Hún bætir því svo við að í lögum Evrópusambandsins sé kveðið á um jafnræði milli ríkja, mannréttindi og samvinnu evrópskra ríkja.

Að því gefnu - og Mendez leggur áherslu á að hún segi það með þeim fyrirvara - að sambandið hafi neitað að taka upp málið hafi það þar með gengið þvert á þessa hefð.

Ef rétt reynist komi það henni mjög á óvart að sambandið skuli hafa tekið þá stefnu.  

Mendez segir margt einkennilegt við samninginn. Fyrir það fyrsta einkennist hann af tortryggni í garð dóms-, löggjafar- og framkvæmdarvalds á Íslandi, þrátt fyrir að réttarstaða Íslands sem aðila að EES eigi að vera sterk.

Ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar

Þá sé ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar þótt það kunni að hafa verið gert óformlega, svo sem með minnisblöðum.

Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.

Eftir að hafa reynst vel í 15 ár steyti EES-samningurinn á fyrsta stóra ágreiningsmálinu hjá aðildarríki.

Málið dragi athyglina að tveimur megingöllum samningsins. Annars vegar skorti á aðkomu aðildarríkja samningsins að lagasetningu og hins vegar takmörkuðum möguleikum borgara og ríkja að leita réttlætisins.

Mendez er jafnframt gagnrýnin á málsmeðferð ESB sem hafi afgreitt málið sem alþjóðlegt milliríkjamál í stað þess að taka það fyrir innan eigin lagastofnana. Hún átelur þá leynd sem hafi verið viðhöfð í málinu og að gengið skuli hafa verið þannig frá réttarstöðu Íslands að hún sé gerð afar veik, þvert á þá grundvallarreglu í alþjóðalögum að báðir málsaðilar skuli eiga jafnan rétt til að varnar.

Þessi regla sé höfð til grundvallar í alþjóðalögum, alþjóða viðskiptalögum og lögum um borgararéttindi.

Þetta sé spurning um jafnan rétt fyrir lögunum.

Samningsstaða Íslands afar veik

„Mér sýnist augljóst að samningsstaða Íslands sé mjög veik,“ segir Mendez og nefnir til samanburðar þá fjárhagsaðstoð og lán sem ESB veiti ýmsum ríkjum þegar á bjáti.

„Ég lít svo á að með hliðsjón af evrópskri lagahefð og lagaumhverfi Evrópusambandsins sé Icesave-samningurinn afar gagnrýniverður.“

Hún rifjar svo upp að Spánverjinn Joaquín Almunia, sem fari með efnahagsmál í  framkvæmdastjórn sambandsins, hafi í nóvember lagt til að Ísland fengi efnahagsaðstoð í líkingu við aðstoðina sem Ungverjar fengu frá ESB í kjölfar fjármálahrunsins í haust.

Almunia hafi þar lagt til að komið yrði fram við Ísland eins og það væri aðildarríki sambandsins en Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar hefðu lagst gegn því.

Að mati Mendez hefði Ísland á þessum tímapunkti átta að spyrna við fótum og segja nei.

Gaumgæfi alla mögulega kosti

Aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að hafna samningnum svarar Mendez því til að hún telji að íslenskir þingmenn eigi að afla allra mögulegra gagna og kanna allar færar leiðir áður en þeir samþykki hann.

Þá beri að hafa í huga að ekki sé gert ráð fyrir greiðslum fyrstu sjö árin eftir samþykkt sem gefi tíma til að gaumgæfa hvar ábyrgðin liggur í málinu. Svo bendir hún á dómstóla Evrópusambandsins.

Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ...
Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hafa lagt til í nóvember að Ísland fengi aðstoð í líkingu við þá sem Ungverjar fengu í haust.
mbl.is

Innlent »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Óalgengt að þolendur leiti aðstoðar

12:24 Auka þarf umræðu um áreitni í samfélaginu og bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna, að mati BSRB. Félagið segir óalgengt að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem vitað sé að þrífst á vinnustöðum leiti sér aðstoðar. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »

Lögreglan leitar að NFK72

11:31 Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni NFK72, sem er hvítur Land Cruiser árgerð 2007. Bifreiðinni var stolið 4. júlí sl. frá starfsstöð bílaleigu á Keflavíkurflugvelli. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...