Misbýður málsmeðferðin í Icesave

Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. mbl.is

„Mér misbýður mjög sú meðferð sem okkur er boðið upp á því að ég álít að hún sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður þegar ríki sem á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu á í hlut," segir Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, um aðkomu Evrópusambandsríkja að Icesave-samningnum.

Í stað þess að taka málið upp á sína arma hafi sambandið ákveðið að það væri milliríkjamál sem, að hennar mati, sé ekki í samræmi við þá Evrópulöggjöf sem hún þekki.

Hún vilji hins vegar ekki ganga svo langt að fullyrða að lög hafi þar með verið brotin. Það sé Evrópudómstólsins að skera úr um það.

„José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti því yfir í október að ríkin sem hlut ættu að máli yrðu að leysa það. Að mínu viti var það óviðeigandi afstaða.“

Þvert á jafnræðisregluna

Hún bætir því svo við að í lögum Evrópusambandsins sé kveðið á um jafnræði milli ríkja, mannréttindi og samvinnu evrópskra ríkja.

Að því gefnu - og Mendez leggur áherslu á að hún segi það með þeim fyrirvara - að sambandið hafi neitað að taka upp málið hafi það þar með gengið þvert á þessa hefð.

Ef rétt reynist komi það henni mjög á óvart að sambandið skuli hafa tekið þá stefnu.  

Mendez segir margt einkennilegt við samninginn. Fyrir það fyrsta einkennist hann af tortryggni í garð dóms-, löggjafar- og framkvæmdarvalds á Íslandi, þrátt fyrir að réttarstaða Íslands sem aðila að EES eigi að vera sterk.

Ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar

Þá sé ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar þótt það kunni að hafa verið gert óformlega, svo sem með minnisblöðum.

Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.

Eftir að hafa reynst vel í 15 ár steyti EES-samningurinn á fyrsta stóra ágreiningsmálinu hjá aðildarríki.

Málið dragi athyglina að tveimur megingöllum samningsins. Annars vegar skorti á aðkomu aðildarríkja samningsins að lagasetningu og hins vegar takmörkuðum möguleikum borgara og ríkja að leita réttlætisins.

Mendez er jafnframt gagnrýnin á málsmeðferð ESB sem hafi afgreitt málið sem alþjóðlegt milliríkjamál í stað þess að taka það fyrir innan eigin lagastofnana. Hún átelur þá leynd sem hafi verið viðhöfð í málinu og að gengið skuli hafa verið þannig frá réttarstöðu Íslands að hún sé gerð afar veik, þvert á þá grundvallarreglu í alþjóðalögum að báðir málsaðilar skuli eiga jafnan rétt til að varnar.

Þessi regla sé höfð til grundvallar í alþjóðalögum, alþjóða viðskiptalögum og lögum um borgararéttindi.

Þetta sé spurning um jafnan rétt fyrir lögunum.

Samningsstaða Íslands afar veik

„Mér sýnist augljóst að samningsstaða Íslands sé mjög veik,“ segir Mendez og nefnir til samanburðar þá fjárhagsaðstoð og lán sem ESB veiti ýmsum ríkjum þegar á bjáti.

„Ég lít svo á að með hliðsjón af evrópskri lagahefð og lagaumhverfi Evrópusambandsins sé Icesave-samningurinn afar gagnrýniverður.“

Hún rifjar svo upp að Spánverjinn Joaquín Almunia, sem fari með efnahagsmál í  framkvæmdastjórn sambandsins, hafi í nóvember lagt til að Ísland fengi efnahagsaðstoð í líkingu við aðstoðina sem Ungverjar fengu frá ESB í kjölfar fjármálahrunsins í haust.

Almunia hafi þar lagt til að komið yrði fram við Ísland eins og það væri aðildarríki sambandsins en Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar hefðu lagst gegn því.

Að mati Mendez hefði Ísland á þessum tímapunkti átta að spyrna við fótum og segja nei.

Gaumgæfi alla mögulega kosti

Aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að hafna samningnum svarar Mendez því til að hún telji að íslenskir þingmenn eigi að afla allra mögulegra gagna og kanna allar færar leiðir áður en þeir samþykki hann.

Þá beri að hafa í huga að ekki sé gert ráð fyrir greiðslum fyrstu sjö árin eftir samþykkt sem gefi tíma til að gaumgæfa hvar ábyrgðin liggur í málinu. Svo bendir hún á dómstóla Evrópusambandsins.

Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ...
Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hafa lagt til í nóvember að Ísland fengi aðstoð í líkingu við þá sem Ungverjar fengu í haust.
mbl.is

Innlent »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Höfuðljós, vasaljós og luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...