Misbýður málsmeðferðin í Icesave

Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. mbl.is

„Mér misbýður mjög sú meðferð sem okkur er boðið upp á því að ég álít að hún sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður þegar ríki sem á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu á í hlut," segir Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, um aðkomu Evrópusambandsríkja að Icesave-samningnum.

Í stað þess að taka málið upp á sína arma hafi sambandið ákveðið að það væri milliríkjamál sem, að hennar mati, sé ekki í samræmi við þá Evrópulöggjöf sem hún þekki.

Hún vilji hins vegar ekki ganga svo langt að fullyrða að lög hafi þar með verið brotin. Það sé Evrópudómstólsins að skera úr um það.

„José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti því yfir í október að ríkin sem hlut ættu að máli yrðu að leysa það. Að mínu viti var það óviðeigandi afstaða.“

Þvert á jafnræðisregluna

Hún bætir því svo við að í lögum Evrópusambandsins sé kveðið á um jafnræði milli ríkja, mannréttindi og samvinnu evrópskra ríkja.

Að því gefnu - og Mendez leggur áherslu á að hún segi það með þeim fyrirvara - að sambandið hafi neitað að taka upp málið hafi það þar með gengið þvert á þessa hefð.

Ef rétt reynist komi það henni mjög á óvart að sambandið skuli hafa tekið þá stefnu.  

Mendez segir margt einkennilegt við samninginn. Fyrir það fyrsta einkennist hann af tortryggni í garð dóms-, löggjafar- og framkvæmdarvalds á Íslandi, þrátt fyrir að réttarstaða Íslands sem aðila að EES eigi að vera sterk.

Ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar

Þá sé ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar þótt það kunni að hafa verið gert óformlega, svo sem með minnisblöðum.

Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.

Eftir að hafa reynst vel í 15 ár steyti EES-samningurinn á fyrsta stóra ágreiningsmálinu hjá aðildarríki.

Málið dragi athyglina að tveimur megingöllum samningsins. Annars vegar skorti á aðkomu aðildarríkja samningsins að lagasetningu og hins vegar takmörkuðum möguleikum borgara og ríkja að leita réttlætisins.

Mendez er jafnframt gagnrýnin á málsmeðferð ESB sem hafi afgreitt málið sem alþjóðlegt milliríkjamál í stað þess að taka það fyrir innan eigin lagastofnana. Hún átelur þá leynd sem hafi verið viðhöfð í málinu og að gengið skuli hafa verið þannig frá réttarstöðu Íslands að hún sé gerð afar veik, þvert á þá grundvallarreglu í alþjóðalögum að báðir málsaðilar skuli eiga jafnan rétt til að varnar.

Þessi regla sé höfð til grundvallar í alþjóðalögum, alþjóða viðskiptalögum og lögum um borgararéttindi.

Þetta sé spurning um jafnan rétt fyrir lögunum.

Samningsstaða Íslands afar veik

„Mér sýnist augljóst að samningsstaða Íslands sé mjög veik,“ segir Mendez og nefnir til samanburðar þá fjárhagsaðstoð og lán sem ESB veiti ýmsum ríkjum þegar á bjáti.

„Ég lít svo á að með hliðsjón af evrópskri lagahefð og lagaumhverfi Evrópusambandsins sé Icesave-samningurinn afar gagnrýniverður.“

Hún rifjar svo upp að Spánverjinn Joaquín Almunia, sem fari með efnahagsmál í  framkvæmdastjórn sambandsins, hafi í nóvember lagt til að Ísland fengi efnahagsaðstoð í líkingu við aðstoðina sem Ungverjar fengu frá ESB í kjölfar fjármálahrunsins í haust.

Almunia hafi þar lagt til að komið yrði fram við Ísland eins og það væri aðildarríki sambandsins en Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar hefðu lagst gegn því.

Að mati Mendez hefði Ísland á þessum tímapunkti átta að spyrna við fótum og segja nei.

Gaumgæfi alla mögulega kosti

Aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að hafna samningnum svarar Mendez því til að hún telji að íslenskir þingmenn eigi að afla allra mögulegra gagna og kanna allar færar leiðir áður en þeir samþykki hann.

Þá beri að hafa í huga að ekki sé gert ráð fyrir greiðslum fyrstu sjö árin eftir samþykkt sem gefi tíma til að gaumgæfa hvar ábyrgðin liggur í málinu. Svo bendir hún á dómstóla Evrópusambandsins.

Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ...
Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hafa lagt til í nóvember að Ísland fengi aðstoð í líkingu við þá sem Ungverjar fengu í haust.
mbl.is

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

Í gær, 16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...