Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mlb.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að lögbann sem sett var á RÚV vegna fréttar um lánabók Kaupþings hafi verið fráleitt. Þetta kom fram í fréttum RÚV í hádeginu. Hún segir að það sé óviðunandi ef í ljós kemur að ekki séu nægar tryggingar á bak við lán hjá bankanum. Bankaleynd var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Bankastjóri Kaupþings, Finnur Sveinbjörnsson, segir viðbrögð ráðamanna og almennings hafa átt stóran þátt í því að lögbanninu var aflétt. Hann vill að lög um fjármálafyrirtæki verði endurskoðuð. Þetta kom einnig fram í fréttum RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert