Vilja breytinguna burt

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. mbl.is

Stjórn og kjaranefnd félags eldri borgara á Selfossi hefur sent  félags- og tryggingamálaráðherra opið bréf. Það er svohljóðandi:

„Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem birtist 11. maí segir m.a.:
„Eftir fremsta megni verður staðinn vörður um kjör lágtekjufólks og þá sem við erfiðastar aðstæður búa og byrðunum dreift með sanngirni, jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.“

Kjaranefnd félags eldri borgara á Selfossi telur að þessi fyrirheit hafa brostið, með aðgerðum þeim sem komu til framkvæmda 1. júlí.
Við tökum undir þær kröfur, sem koma fram í grein Grétars Snæs Hjartarsonar í MBL 6. ágúst að ríkisstjórnin dragi þegar í stað til baka þær skerðingar sem urðu  á kjörum öryrkja og aldraðra, er tóku gildi 1. júlí s.l. með breytingu á lögum um almannatryggingar.


Við álítum að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé sambærilegur taxtalaunum opinberra starfsmanna,  en fjármálaráðherra hefur sagt að ekki verði hreyft við þeim. Einnig er það krafa okkar að lífeyrir öryrkja og aldraðra verði  hækkaður frá og með 1. júlí til samræmis við hækkanir hjá launþegum ASÍ og BSRB.“


Undir bréfið ritarð Hjörtur Þórarinsson, formaður FEB Selfossi fyrir hönd stjórnar og kjaranefndar félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert