Engin niðurstaða um Icesave

Bankastjórar Seðlabankans komu m.a. á fund fjárlaganefndar í morgun.
Bankastjórar Seðlabankans komu m.a. á fund fjárlaganefndar í morgun. mbl.is/RAX

Fundi fjárlaganefndar Alþingis um Icesave-samningana lauk nú laust fyrir klukkan 12 en fundurinn hófst klukkan 8:30 í morgun.

Að sögn nefndarmanna fékkst engin niðurstaða á fundinum. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagði eftir fundinn, að það ráðist á næstu sólarhringum hvort nefndin ráði við þetta verkefni. Þingflokkar á Alþingi munu eftir hádegi ræða hvort ástæða sé til að halda áfram tilraunum til að ná þverpólitískri niðurstöðu.

Fulltrúar Seðlabankans komu m.a. á fund fjárlaganefndar, þar á meðal bæði Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.

Þingfundur verður haldinn á Alþingi klukkan 15 í dag. Þar verður nýtt bankaráð Seðlabankans m.a. kjörið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert