Ekki breið samstaða um fyrirvara

Fjárlaganefnd á fundi.
Fjárlaganefnd á fundi. Ómar Óskarsson

Fundað var fram á nótt í fjárlaganefnd um breytingartillögur að fyrirvörum við Icesave samningana sem sagðir eru fela í sér bæði lögfræðilega og efnahagslega fyrirvara. Boðað hefur verið til nýs fundar um málið klukkan 12 á morgun.

Þó náðst hefði sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um fyrirvarana sagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, að reynt væri að ná breiðri samstöðu innan nefndarinnar um málið.

Alls fundaði fjárlaganefnd fimm sinnum um breytingartillögurnar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert