Fundur í fjárlaganefnd

Fjárlaganefnd á fundi.
Fjárlaganefnd á fundi. Ómar Óskarsson

Fundur er að hefjast í fjárlaganefnd Alþingis en nefndin fundaði til klukkan 1:30 í nótt. Líkt og undanfarið er Icesave-samkomulagið á dagskrá fundarins. Allt kapp er lagt á að reyna að afgreiða málið úr nefndinni.

Í fréttum RÚV var rætt við þá Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjart Hannesson, formann fjárlaganefndar um birtingu trúnaðargagna af fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi.

Breytingatillögurnar voru birtar á vef Egils Helgasonar á Eyjunni seint í gærkvöldi og í Morgunblaðinu í morgun. Báðir gagnrýndu þeir lekann harkalega. Kom fram í hádegisfréttum að verið sé að skoða hvort lekinn brjóti gegn lögum og um tíma í morgun hafi menn velt því fyrir sér hvort hann gæti flokkast undir skilgreiningu um landráð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert