400 doktorsnemar við HÍ

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Ómar

Um 400 verða í doktorsnámi við Háskóla Íslands í haust sem er mesti fjöldi sem hefur verið í slíku námi í HÍ frá upphafi. Alls verða nemendur við HÍ yfir fimmtán þúsund næsta vetur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Yfir 700 erlendir stúdentar eru nú þegar skráðir í nám á næsta misseri.

Í fréttatilkynningu frá HÍ hafa um 14 þúsund stúdentar þegar staðfest skólavist vegna náms við Háskóla Íslands á næsta misseri en á annað þúsund umsóknir eru enn í vinnslu. Umsóknum um nám í Háskólann fjölgaði um 20% milli áranna 2008 og 2009 og hefur mjög stór hluti þeirra sem sóttu um nám staðfest skólavist.

Nýnemar í grunnnámi í haust verða um 3.700 og nýnemar í framhaldsnámi verða um 1.300. Heildarfjöldi grunnnema í HÍ verður um 10.400 í haust og rösklega 3.400 verða í framhaldsnámi. Á sama tíma í fyrra hófu um 12.200 nemendur nám við HÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert